Machinae Supremacy er sænsk hljómsveit sem spilar SID-Metal, sem er afbrigði af harðkjarnatónlist sem notast við MOS Technology SID tölvukubbinn til þess að framkalla rafmögnuð tölvuhljóð sem þeir þekkja vel sem á sínum tíma spiluðu leiki á Commodore 64-tölvu.
Tónlist Machinae Supremacy ber keim af tölvuleikjum fortíðar og sérstaklega leikjum á borð við The Great Gianna Sisters, Bubble Bobble og öðrum í sama dúr.
Machinae Supremacy gerði þemalagið fyrir Emily Booth, en það lag heitir Bouff. Einnig gerðu þeir tónlistina fyrir tölvuleikinn Jets'n'Guns
Sidology er leikjasyrpa í þremur þáttum, og hafa þættir 1 og 3 verið gefnir út. Þrátt fyrir yfirlýsingar af hálfu söngvarans um að þáttur 2 yrði ekki gefinn út var þáttur 2 gefinn út á heimasíðu hljómsveitarinnar snemma árs 2006.